Kynningarfundur í Vestmannaeyjum

Keilir verður með almenna kynningu á námsframboði skólans í Framhaldsskólanum í Vestmannaeyjum fimmtudaginn 19. mars næstkomandi. Auk þess verður Flugakademía Keilis með kynningu á flugnámi ásamt því að hægt verður að skoða kennsluvél frá skólanum á Vestmannaeyjaflugvelli eftir hádegi sama dag.

Þá verður hægt að fræðast um Háskólabrú Keilis í Visku kl. 16 - 17.