Opinn dagur á Ásbrú

Fimmtudaginn 14. maí verður árlegur opinn dagur á Ásbrú. Meðal þess sem verður í boði er Karnival í Atlantic Studios og opið hús í Keili.

Í Atlantic Studios verður hægt að heimsækja draugahús og fjölda skemmtilegra sölu-, matar- og kynningarbása. Gói mætir og Ævar vísindamaður verður með dagskrá allan daginn. Þá verður hægt að skoða litaflokkara og láta hárið rísa í bás tæknifræðináms Háskóla Íslands og Keilis.

Í Keili verður hægt að fræðast um starfsemi og námsframboð skólans. Forstöðumenn deilda, auk náms- og starfsráðgjafa svara spurningum gesta, og hægt verður að skoða aðstöðu Keilis til fræða og rannsókna. Þá verður fullkominn og glæsilegur flughermir Flugakademíu Keilis til sýnis í anddyri aðalbyggingar Keilis.

Komið og fagnið með okkur 14. maí kl. 13 - 16.

Nánari upplýsingar og dagskrá má nálgast á www.opinndagur.is