Innritun á tölvuleikjabraut til stúdentsprófs

Forinnritun nemenda 10. bekkja í framhaldsskóla landsins lýkur föstudaginn 12. apríl næstkomandi. Skráning fer fram á á heimasíðunni Menntagátt. Athugið að námið er skráð undir „Menntaskólanum á Ásbrú“ en ekki Keili. Lokainnritun fyrir nemendur sem útskrifast úr 10. bekk fer síðan fram 6. maí - 7. júní og innritun eldri nemenda á tímabilinu 7. apríl - 31. maí.

Nánari upplýsingar um innritun í framhaldsskóla má nálgast hér.

Menntaskólinn á Ásbrú byggir á praktískum verkefnum með sterkum tengslum við atvinnulífið þar sem lögð er áhersla á færni til framtíðar, nútíma kennsluhætti og vinnuaðstöðu í sérklassa. Markmið okkar er að bjóða upp á nám í tölvuleikjagerð sem svarar bæði ákalli atvinnulífsins eftir vel menntuðu og sérhæfðu starfsfólki og áhuga ungs fólks á menntun til starfa í skapandi greinum.

Kynnið ykkur nám í tölvuleikjagerð til stúdentsprófs í nýjasta skóla landsins á www.menntaskolinn.is