Hundraðasti stjórnarfundur Keilis

Frá stjórnarfundi 3. apríl 2017
Frá stjórnarfundi 3. apríl 2017

Sá sögulegi atburður gerðist mánudaginn 3. apríl að stjórn Keilis hélt sinn hundraðasta fund frá stofnun skólans.

Keilir var stofnaður þann 4. maí 2007 og verður því tíu ára í vor. Þá verður efnt til mikillar afmælishátíðar í Andrews, samkomuhúsinu á Ásbrú. Á þessum tíu árum hefur margt gerst í sögu Keilis og hafa meðal annars tæplega 3.000 manns verið útskrifaðir frá skólanum. Á þessu ári er áætlað að Keilir velti um einum milljarði króna og um 150 manns koma að verkefninu með ýmsum hætti.

Stjórnarformaður frá upphafi er Árni Sigfússon og er hann fjórði frá vinstri á meðfylgjandi mynd. Aðrir í stjórn eru frá vinstri: Guðbjörg Kristinsdóttir (Verkalýðs- og sjómannafélagið), Kjartan Eiríksson (Kadeco), Ásgeir Margeirsson (HS orka), Árni Sigfússon, Einar J. Pálsson (Samband Sveitarfélaga á Suðurnesjum), Sæunn Stefánsdóttir (Háskóli Íslands), Halldór Jónsson (Háskóli Íslands) og Hjálmar Árnason (framkvæmdastjóri Keilis). Á myndina vantar Ásdísi Kristinsdóttur (Orkuveitu Reykjavíkur).

Við viljum nota tækifærið og þakka bæði núverandi og fyrrverandi stjórnarmönnum Keilis fyrir vinnu þeirra og þátt í uppbyggingu skólans á undanförnum tíu árum.