Geimfari í Keili

Feðgarnir Örlygur Hnefill eldri og yngri, Dorothy Duke, Charlie Duke og Hjálmar Árnason, framkvæmdas…
Feðgarnir Örlygur Hnefill eldri og yngri, Dorothy Duke, Charlie Duke og Hjálmar Árnason, framkvæmdastjóri Keilis

Aðeins tólf einstaklingar hafa stigið fæti á tunglið og af þeim eru einungis sex þeirra enn á lífi. Meðal þeirra er Charlie Duke sem flaug til tunglsins með Apollo 16 geimfarinu. Hann leit í stutta heimsókn hjá Keili fimmtudaginn 29. júní síðastliðinn til að fræðast um uppbygginguna á Ásbrú. Með í för var kona hans, Dorothy Duke, og feðgarnir Örlygur Hnefill Jónsson ásamt nafna og syni. Þeir feðgar hafa byggt upp Geimfarasafnið á Húsavík en safnið nýtur stöðugt meiri áhuga – innanlands og erlendis.

Við spurðum Charlie Duke hvað væri nú eftirminnilegast af þessari frægðarför til tunglsins. Þar stóðu upp úr upphafsskotið frá geimstöðinni þar sem geimfarinu 110 metra löngu, fylltu eldsneyti, er skotið upp með tilheyrandi titringi og hávaða. Næst að sjá skömmu síðar hnöttinn í 24 km fjarlægð sem Charlie sagði að hefði verið ógleymanleg sjón. Þá var sjálf tunglendingin ævintýraleg og spennandi.

Hann rifjaði einnig upp æfingar geimfaranna hér á Íslandi áður en þeim var skotið upp, en þær fóru meðal annars fram á Reykjanesi og í kringum Öskju. Taldi Charlie þær æfingar hafa komið sér vel í förinni sjálfri

Keilisfólki er mikill heiður af því að taka á móti svo tignum gesti einum örfárra tunglafara.