Mötuneyti Keilis opnar á ný

Við höfum opnað nýtt mötuneyti í aðalbyggingu Keilis og verður hægt að kaupa hádegismat frá og með 1. febrúar. 

Til að byrja með verður lögð áhersla hollan og góðan hádegismat með súpu, salatbar og heimabökuðu brauði á aðeins 1.000 kr. Einnig verður hægt að kaupa salat og súpu sér. Heitar máltíðir verða í boði síðar auk þess sem fyrirhugað er að bjóða einnig upp á morgunverð fyrir árrisula nemendur og starfsfólk Keilis. Hægt verður að kaupa matarmiða eða greiða fyrir staka máltíð á staðnum.

Ruben Cipriano sér um mötuneyti Keilis. Ruben býr á Ásbrú með fjölskyldu sinni, er lærður kokkur frá Portúgal og með víðtæka reynslu bæði erlendis og hér heima.

Mötuneytið er opið á virkum dögum kl. 11:30 - 13:30.


Tengt efni