Viltu kenna í nýjasta framhaldsskóla landsins?

Haustið 2019 hefst kennsla í námi til stúdentsprófs í tölvuleikjagerð í nýjum Menntaskóla á Ásbrú í Reykjanesbæ.

Auglýst eftir umsóknum til kennslu eftirfarandi greina:

  • Forritun
  • Íslenska
  • Stærðfræði
  • Listgreinar
  • Tölvuleikjagerð
  • Danska

Allir umsækjendur skulu hafa fullgild kennsluréttindi á framhaldsskólastigi í viðkomandi kennslugreinum. Við hvetjum jafnt konur sem karla til þess að sækja um.

Forstöðumaður brautarinnar, Nanna Kristjana Traustadóttir, veitir nánari upplýsingar og tekur við umsóknum. Umsóknarfrestur er 19. maí 2019. Fullum trúnaði heitið.


Tengt efni