Opið hús í Menntaskólanum á Ásbrú

Við munum leggja mikið upp úr hlýlegu námsumhverfi sem aðlagar sig að þörfum einstaklinga
Við munum leggja mikið upp úr hlýlegu námsumhverfi sem aðlagar sig að þörfum einstaklinga

Það verður opið hús í nýjasta framhaldsskóla landsins, Menntaskólanum á Ásbrú – Tölvuleikjabraut, laugardaginn 6. apríl kl. 14 - 16.

  • Sjáðu vinnurýmið í sköpunarferlinu og fáðu okkar innsýn í af hverju þetta er rétta leiðin.
  • Hittu framúrskarandi kennara sem aðhyllast nútíma vinnubrögð við nám og kennslu.
  • Einstaklingsmiðuð ráðgjöf er lykilatriði – náms- og starfsráðgjafar segja þér hvernig þú sníðir námið að þínum þörfum.
  • Aðilar úr atvinnulífinu munu bera á borð framtíðarmöguleika með stúdentspróf í tölvuleikjagerð.
  • Leikir, spil og aðrar óvæntar uppákomur.

Taktu af skarið og komdu í heimsókn - einstakt námstækifæri og einstaklingsmiðuð þjónusta í þína þágu.

Nánari upplýsingar um Menntaskólann á Ásbrú og nýtt nám til stúdentsprófs með áherslu á tölvuleikjagerð á www.menntaskolinn.is


Tengt efni