Fréttir

Fjölmenn útskrift Keilis

Keilir brautskráði 103 nemendur við hátíðlega athöfn í Andrews Theater á Ásbrú í Reykjanesbæ föstudaginn 18. janúar. Við athöfnina voru brautskráðir 45 nemendur af Háskólabrú, 28 atvinnuflugmenn, 23 flugvirkjar og sjö nemendur úr fótaaðgerðafræði.
Lesa meira

Keilir eignast Flugskóla Íslands

Flugakademía Keilis hefur fest kaup á Flugskóla Íslands, einum elsta starfandi flugskóla landsins. Samanlagður fjöldi nemenda í bóklegu og verklegu námi í flugskólunum er á fimmta hundrað.
Lesa meira

Nýtt framhaldsskólanám í tölvuleikjagerð hefst haustið 2019

Ný námsleið til stúdentsprófs með áherslu á tölvuleikjagerð verður í boði á vegum Keilis frá og með næsta hausti, samkvæmt samkomulagi milli Mennta- og menningarmálaráðuneytisins og Keilis. Námið hefur verið nokkur ár í burðarliðnum en með samkomulaginu hefur ráðuneytið nú veitt skólanum leyfi til inntöku allt að 40 nýnema á haustönn 2019.
Lesa meira

Útskrift úr deildum Keilis í janúar 2019

Föstudaginn 18. janúar næstkomandi fer fram útskrift nemenda úr atvinnuflugmannsnámi og flugvirkjanámi Flugakademíu Keilis, auk fjarnáms Háskólabrúar Keilis og fótaaðgerðafræði.
Lesa meira

Takk fyrir okkur

Starfsfólk og kennarar Keilis þakka kærlega fyrir árið sem er að líða. Við óskum vinum og viðskiptavinum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári.
Lesa meira

Hvernig lítur skólastofan þín út?

Nemendur eiga ekki að þurfa að aðlaga sig að gamaldags skólastofum og úreltum kennsluháttum. Skólinn á að laga sig að þörfum og kröfum nútíma nemenda. Það reynum við að gera í Keili í nánu samstarfi skólastjórnenda, kennara og nemanda.
Lesa meira

Keilir tekur þátt í Evrópuverkefni um tölvuleikjanám

Keilir tekur þátt í verkefninu GameEdu sem er samstarfsverkefni skóla frá fjórum Evrópulöndum um nám í tölvuleikjagerð á framhaldsskólastigi, með það að markmiði að efla samstarf milli landanna og deila góðum starfsvenjum þegar kemur að þróun markaðssetningu og eflingu leikjagerðarnáms. Verkefnið er styrkt af Erasmus+ menntaáætlun Evrópusambandsins.
Lesa meira

Menntabúðir á Suðurnesjum

Menntabúðir á Suðurnesjum fara fram þriðjudaginn 27. nóvember en þar geta þátttakendur miðlað reynslu sinni og þekkingu í mennta- og fræðslumálum.
Lesa meira

Keilir og geoSilica í samstarf

Keilir og geoSilica Iceland hafa gert með sér viljayfirlýsingu um samstarf sem gengur meðal annars út á aðgengi geoSilica að fullkominni efnafræðirannsóknarstofu og sérhæfðum búnaði Keilis, en á móti mun geoSilica taka að sér að kynna skólann þegar tækifæri gefast, t.d. í viðtölum, í fyrirlestrum og á annars konar uppákomum.
Lesa meira

Do As We Say and Not As We Do

Út er komin bókin „The Economic Crisis and its Aftermath in the Nordic and Baltic Countries - Do As We Say and Not As We Do“ eftir Dr. Hilmar Þór Hilmarsson, fyrrum starfsmann Keilis, og prófessors við viðskipta- og raunvísindasvið Háskólans á Akureyri.
Lesa meira