Atvinnuauglýsing: Starfsmaður í mötuneyti

Keilir auglýsir eftir starfsmanni í 50% starfshlutfall til að halda utan um metnaðarfullt mötuneyti fyrir nemendur og starfsfólk skólans. Mötuneytið er opið kl. 11:30 - 13:30 alla virka daga og mun starfsmaður annast uppsetningu, afgreiðslu og frágang matar, súpu og salatbars, í samstarfi við matráð Keilis.

Störfin henta jafnt körlum sem konum og launakjör eru samkvæmt kjarasamningi viðkomandi. Við hvetjum jafnt konur sem karla til þess að sækja um. Nánari upplýsingar veitir Magnús Jóhannesson, sviðsstjóri rekstrarsviðs Keilis.

Fullum trúnaði heitið.

Umsókn um starf