Fréttir

Do As We Say and Not As We Do

Út er komin bókin „The Economic Crisis and its Aftermath in the Nordic and Baltic Countries - Do As We Say and Not As We Do“ eftir Dr. Hilmar Þór Hilmarsson, fyrrum starfsmann Keilis, og prófessors við viðskipta- og raunvísindasvið Háskólans á Akureyri.
Lesa meira

Farsælu Erasmus+ verkefni lokið

Keilir tók þátt í samstarfsverkefni á vegum Erasmus+ Menntaáætlunar ESB um nýjungar í kennsluháttum, þar á meðal vendinám, til að draga úr brottfalli, auka gæði í kennslu, og innleiða nýjar aðferðir sem taka mið af upplýsingatækni og tölvum í skólastarfi.
Lesa meira

Námskeið í endurmenntun atvinnubílstjóra

Keilir stendur fyrir tveimur námskeiðum í endurmenntun atvinnubílstjóra í Hoffelli 1. og 2. september. Námskeiðin sem um ræður eru „Vöruflutningar“ og „Mannlegi þátturinn“.
Lesa meira

Kynning á atvinnuflugmannsnámi á Selfossi

Flugakademía Keilis verður með kynningu á atvinnuflugmannsnámi á Selfossflugvelli þriðjudaginn 28. ágúst kl. 20 - 22. Hægt verður að fræðast um fyrirkomulag námsins og aðstöðu skólans, ásamt umsóknarferli og lánafyrirkomulag.
Lesa meira

Mötuneyti Keilis lengir opnunartímann

Í Salnum í aðalbyggingu Keilis rekur fyrirtækið Dagar matsölu sem er opin frá kl. 8:15 og fram yfir hádegi alla virka daga. Þar er hægt að kaupa allt frá hafragraut í heitan mat, auk þess sem boðið er upp á veglegan salatbar og súpu, hamborgara og franskar.
Lesa meira

Nám í leikjagerð við Keili

Keilir hefur á undanförnum árum unnið að nýrri námsbraut í gerð tölvuleikja á framhaldsskólastigi til stúdentsprófs fyrir nemendur á aldrinum 16 - 25 ára. Námið byggir á nánum tengslum við atvinnulífið, tölvuleikjaframleiðandans CCP og IGI - Samtök leikja­framleiðenda á Íslandi, sem veita faglega ráðgjöf við gæðastjórnun og framkvæmd námsins.
Lesa meira

Kennslualmanak Keilis

Hægt er að nálgast kennslualmanak fyrir skólaárið 2018 - 2019 á heimasíðu Keilis hérna, en það er birt með fyrirvara um breytingar.
Lesa meira

Umsókn um nám á haustönn 2018

Líkt og undanfarin ár hefur mikill fjöldi umsókna borist í nám hjá Keili á haustönn, en þó er ennþá hægt að sækja um nám í einstökum deildum skólans.
Lesa meira

Sumarlokun skrifstofu Keilis

Skrifstofa Keilis verður lokuð frá 16. júlí til og með mánudagsins 6. ágúst vegna sumarleyfa starfsfólks.
Lesa meira

Háskólanám í tölvuleikjagerð hefst 21. ágúst

Keilir býður upp á nýtt háskólanám í tölvuleikjagerð á háskólastigi í samstarfi við norska skólann Noroff. Um er að ræða BSc gráðu sem er tekin á þremur árum í fjarnámi með staðlotum hjá Keili á Ásbrú í Reykjanesbæ. Námið hefst 21. ágúst næstkomandi og er enn hægt að sækja um.
Lesa meira