Fréttir

Sumarnámskeið um útivist og ævintýraferðamennsku

Keilir býður upp á fimm daga sumarnámskeið (24. - 28. júní 2019) í ævintýraferðamennsku fyrir hressa krakka á aldrinum 13 - 15 ára. Skemmtilegt og nýstárlegt námskeið, þar sem þátttakendur yfirgefa þægindaramma heimilisins og eyða tímanum þess í stað umlukin náttúrunni, þar sem þau læra nýja færni og þekkingu á útivist, ásamt því að skemmta sér og upplifa ný ævintýri með jafnöldrum sínum.
Lesa meira

Útskrift úr deildum Keilis í júní 2019

Föstudaginn 14. júní næstkomandi fer fram útskrift nemenda úr atvinnuflugi, Háskólabrú, fótaaðgerðafræði, ævintýraleiðsögn og ÍAK einka- og styrktarþjálfun.
Lesa meira

Kynningarfundur um flugtengt nám

Flugakademía Keilis býður upp á reglulega kynningarfundi um flugnám við skólann. Við tökum vel á móti þér í óformlega kynningu á náminu og þá námsleið sem þú hefur áhuga á. Þá gefst þér einnig gott tækifæri til að hitta kennara og skoða aðstöðu okkar.
Lesa meira

Aðalfundur Keilis 2019

Aðalfundur Keilis verður haldinn kl. 15:45 þriðjudaginn 21. maí í aðalbyggingu skólans að Grænásbraut 910 á Ásbrú í Reykjanesbæ. Hefðbundin aðalfundarstörf. Allir velkomnir.
Lesa meira

Flugbúðir fyrir ungt fólk í sumar

Flugakademía Keilis býður upp á flugbúðir fyrir ungt fólk og aðra áhugasama um flug dagana 11. - 13. júní 2019. Á námskeiðinu er farið yfir allt það áhugaverðasta og skemmtilegasta sem kennt er í flugtengdum fögum. Þátttakendur fá innsýn inn í áhrif veðurs á flug, hvernig flugvélar eru uppbyggðar og hvernig þær fljúga.
Lesa meira

Forsetahjónin í Keili

Forsetahjónin, Guðni Th. Jóhannesson og Eliza Reid, komu í opinbera heimsókn í Reykjanesbæ í byrjun maí. Þau litu við í Keili og fengu kynningu á starfsemi skólans, meðal annars nýjungum í kennsluháttum og námsumhverfi, auk kynningar á námsbrautum skólans.
Lesa meira

Viltu kenna í nýjasta framhaldsskóla landsins?

Haustið 2019 hefst kennsla í námi til stúdentsprófs í tölvuleikjagerð í nýjum Menntaskóla á Ásbrú í Reykjanesbæ. Við auglýsum eftir umsóknum til kennslu í fjölmörgum greinum.
Lesa meira

Námskynning á Ísafirði

Keilir verður með opinn kynningarfund um námsframboð skólans föstudaginn 26. apríl kl. 17 - 18 í Fræðslumiðstöð Vestfjarða á Ísafirði að Suðurgötu 12. Allir velkomnir.
Lesa meira

Lokað yfir páskana

Skrifstofa Keilis er lokuð um páskana frá mánudeginum 15. apríl. Við opnum aftur þriðjudaginn 23. apríl kl. 8:00.
Lesa meira

Innritun á tölvuleikjabraut til stúdentsprófs

Forinnritun nemenda 10. bekkja í framhaldsskóla landsins lýkur föstudaginn 12. apríl næstkomandi. Kynnið ykkur nám í tölvuleikjagerð til stúdentsprófs í nýjasta skóla landsins.
Lesa meira