Tækni- og vísindabókasafn

Tækni- og vísindabókasafn Íslands býðst til að varðveita tæknibækur þínar

Bókasöfnun tæknifræðináms Keilis hófst formlega í byrjun árs 2010. Markmiðið er að safna allt að 10,000 eintökum af verk- og tæknifræðibókum. Óskað er eftir bókum á íslensku, ensku, dönsku, norsku, sænsku, þýsku, frönsku og spænsku. 
 
Nýtt Tækni- og vísindabókasafn Íslands óskar eftir bókum um tækni, vísindi, rannsóknir, verkfræði, endurnýjanlega orkugjafa, nýsköpun og fl. Við þiggjum einnig tímarit um svipað efni. Safnið er ætlað að þjóna stúdentum og kennurum við Keili auk annarra háskóla, fyrirtækja og einstaklinga. 
 
Það er markmið skólans að koma sér upp með tímanum vönduðu bókasafni á sínum sérsviðum með tilheyrandi áskrift sérrita o.fl. Því hefur komið fram þessi ágæta hugmynd að óska eftir samstarfi við félög verk- og tæknifræðinga um að leita sameiginlega til yngri og eldri tækni- og verkfræðinga svo og verkfræðistofa, orkufyrirtækja o.fl., um að gefa bókasafninu bækur og tímarit til varðveislu, ekki hvað síst eldri handbækur sem erfitt er að nálgast. Bækurnar verða skráðar í safnið til varðveislu með nafni viðkomandi gefanda. Fjárframlög til bókakaupa verða einnig vel þegin. 
 
Með þessu móti er það von okkar að með tímanum verði bóksafn okkar veglegt á sínum sérsviðum og aðgengilegt fyrir einstaka tækni- og verkfræðinga, verkfræðistofur og fyrirtæki vegna sérhæfðra verkefna, framkvæmda og rannsókna fyrir utan nám nemenda okkar og kennara þeirra. 
 
Ef eftir því er óskað þá er hægt að sækja bókargjafir á staðinn. Bókasafninu hefur nú þegar borist bækur í kassavís frá Landsbókasafni og Orkustofnun.
 

Senda má bækur og tímarit til: 

Tæknifræðinám Keilis
Grænásbraut 910, Ásbrú
262 Reykjanesbæ 
 
Aðilar sem taka á móti bókargjöfum fyrir hönd Keilis á Reykjvíkursvæðinu:
 
  • Bókasafn Seltjarnaness, Eiðistorgi 11, 170 Seltjarnarnes
  • Bókasafn Hafnarfjarðar, Strandgötu 1, 220 Hafnarfirði
  • Orkustofnun, Grensásvegi 9, 108 Reykjavík