Upplýsingalæsi

Viltu verða betri í upplýsingalæsi? Er erfitt að finna heimildir?

Nemendum Keilis stendur til boða að fá einstaklingsmiðaða kennslu í upplýsingalæsi og upplýsingaleit í gagnagrunnum á bókasafninu. Kennt verður á upplýsingaleitarvélinni á safninu. Þeir sem hafa áhuga sendi póst á bokasafn@keilir.net og við finnum hentugan tíma.

Kennsluvefur um upplýsingalæsi

Á kennsluvefnum um upplýsingalæsi eru leiðbeiningar um hvernig beri að finna, staðsetja, meta, skipuleggja og nota upplýsingar. Þar kemur m.a. fram:

  • Leiðsögn um bókasöfn
  • Hvar er upplýsingar að finna?
  • Leit í gagnasöfnum
  • Gagnasöfn og rafræn tímarit á Hvar.is
  • Netið sem heimild
  • Trúverðugleiki heimilda
  • Höfundaréttur og siðfræði
  • Ábendingar og ráð um ritgerðasmíð

Bók um upplýsingalæsi Understanding Information Literacy: A Primer frá UNESCO. Útskýrir hugtakið upplýsingalæsi fyrir alla notendahópa.

Stefna ríkisstjórnar Íslands um upplýsingasamfélagið 2008-2012