Heimildarleit - Íþróttaakademía

Alfræði-, gagna- og greinasöfn

 • Britannica (Akademic) alfræðisafnið á vefnum er bæði ritskoðað og ritrýnt (ólíkt wikipedia) og má því vitna til þess sem heimild í ritgerðum og verkefnum. Einnig er hægt að fletta í ensku orðabók Merriam-Webster, finna landakort, tilvitnanir, kynningar á klassískum bókmenntum, myndskeið, landfræðilega tölfræði og fleira.
 • Proquest gagnasafnið veitir aðgang á rafrænu formi að útgefnu prentuðu efni úr bókum, tímaritum og dagblöðum. Áætlað er að það innihaldi um 125 milljarða síðna. Efst til hægri á hverri síðu undir „help“ er hægt að fá leiðbeiningar um notkun þess hluta gagnasafnsins sem notandi er staddur á hverju sinni, t.d. val á gagnabönkum, einföld leit og ítarleit. Gegnir.is geymir upplýsingar um safnkost flestra íslenskra bókasafna. Hægt er að leita að heimildum og öðrum gögnum og notendur geta skráð sig inn til að fá yfirlit yfir útlán sín, framlengt lánum og pantað bækur. Leiðbeiningar um notkun Gegnis er að finna undir hjálp, efst til hægri á upphafssíðu.
 • Greinasafn Morgunblaðsins veitir aðgang að öllum greinum sem birst hafa í Morgunblaðinu frá 1986 til dagsins í dag. Hægt er að leita eftir efnisorðum, hvenær greinin birtist og hlutum blaðsins (t.d. innlendar fréttir, lesbók, íþróttir o.s.frv.). Á bókasafni Keilis er hægt að fá lykilorð til þess að ná í greinarnar.
 • Leitir.is veitir upplýsingar um safnkost og aðgang að rafrænu efni hvort sem um er að ræða texta eða myndrænt efni. Jafnframt eru rafrænar tímaritsgreinar og gagnagrunnar í hvar.is leitarbær í gegnum leitir.is
 • Tímarit.is er stafrænt bókasafn þar sem veittur er aðgangur að þúsundum myndaðra blaðsíðna á stafrænu formi af þeim prentaða menningararfi sem varðveittur er í blöðum og tímaritum frá Færeyjum, Grænlandi og Íslandi. Aðgangur er öllum opinn.
 • SpringerLink er gagnasafn 1300 tímarita, einkum raunvísinda og læknisfræði. Heildartextar eru án endurgjalds, oft allt frá 1995.

Orðabækur og uppflettirit

 • Dictionary.com, ensk-ensk orðabók, meðal annars samheitaorðabók og vélrænar þýðingar.
 • Islex, norræn veforðabók. Markmálin eru íslenska, danska,sænska, norskt bókmál og nýnorska.
 • LEO, þýsk-ensk, þýsk-frönsk, þýsk-ítölsk, þýsk-spænsk og þýsk-kínversk veforðabók.
 • Longman Dictionary of Contemporary English, vefræn útgáfa af orðabók Longman bókaforlagsins.
 • Merriam-Webster Online, ensk-ensk orðabók, meðal annars samheitaorðabók. 
 • Ordabok.is, ensk-íslensk og íslensk-ensk orðabók sem hægt er að gerast áskrifandi að og nota til uppflettingar.
 • Orðabanki íslenskrar málstöðvar.
 • Oxford Advanced Learner´s Dictionary, ensk orðabók fyrir háskólastig.
 • Snara.is býður upp á vefbækur eins og íslenska orðabók og Stóra orðabókin um íslenska málnotkun. Auk þess er líka hægt að fletta upp í ensk-enska orðanetinu, dansk-íslenskri orðabók, fransk-íslenskri orðabók, spænsk-íslenskri orðabók og fl. Ekki er hægt að nota þjónustuna utan Keilis nema með áskrift.
 • Tungutorg býður upp á vélræna þýðingu úr ensku og esperanto yfir á íslensku og úr íslensku á ensku og dönsku. Líka er hægt að breyta íslenskum texta í marktexta en það er búið að greina orðin í orðflokka.
 • Tölvuorðasafnið - Tekið saman af orðanefnd Skýrslutæknifélagsins.
 • Vefbækur.is er safn orðabóka og annarra uppflettirita á rafrænu formi.

Valin vefsetur

 • Bifröst journal of social science, er rafrænt ritrýnt tímarit á ensku um viðskipti, lögfræði, stjórnmálafræði, hagfræði og fleyri svið félagsvísinda.
 • Doktor.is inniheldur upplýsingar unnar af fagfólki um heilsufar, hollustu, sjúkdóma, lyf og fleira sem tengist heilbrigðismálum.
 • Ferðamálastofa - gagnabanki, skýrslur og annað útgefnið efni sem tengist ferðaþjónustu.
 • Félaga leiðsögumanna
 • Fitnessfréttir, tímarit sem fjallar um líkamsrækt og mataræði. Fjallað um ýmis mál tengd líkamsrækt, mataræði og heilsu. Yfirleitt er heimilda getið í lok hverrar greinar.
 • Golfsamband Íslands, fréttir, yfirlit yfir golfklúbba og mótaskrá.
 • Heilsuhringurinn.  Fræðsla um heildrænar leiðir til að viðhalda heilbrigði og bent á áhugaverðar nýjungar á sviði lækninga.
 • Internet Archive, reynir að varðveita netið sem sögulega heimild. Hægt er að skoða gömul afrit af vefsetrum og fletta í safni hreyfimynda, upptökum af tónleikum o.fl. sem birst hefur á netinu.
 • Knattspyrnusamband Íslands, allt sem viðkemur KSÍ. Miðasala, næstu leikir og úrslit leikja.
 • Körfuknattleiksdómarafélag Íslands, m.a leikreglur í körfuknattleik og upplýsingar um dómara.
 • Körfuknattleikssamband Íslands, fréttir, upplýsingar um lið, leikmenn o.fl.
 • Lesvefurinn, vefur um læsi og lestrarerfiðleika.
 • Lýðheilsustöð er hluti af lýðheilsustarfsemi sem leitast við að viðhalda og efla heilbrigði fólks, með forvörnum og samfélagslegri ábyrgð á heilbrigði. Starfið byggist á samstarfi ólíkra fræðigreina og tekur m.a. til félags-, umhverfis- og efnahagsmála.
 • Netla, veftímarit um uppeldis- og menntamál.
 • Rauði krossinn, fræðsla og útgáfa.
 • Recall.is, þú setur þínar eigin glósur inn í forritið.
 • Skólavarðan er málgagn Kennarasambands Íslands.
 • Skólavefurinn, náms- og fræðsluvefur.
 • Ský, tímarit
 • Sundsamband Íslands, m.a. afrekaskrár, um þjálfara og dómara, íslandsmet og sundmót.
 • Tímarit félagsráðgjafa er fagtímarit gefið út af Félagsráðgjafafélagi Íslands á bæði rafrænu- og pappírsformi. Sumar greinarnar eru ritrýndar. 
 • Tímarit Heimilis og skóla gefið út af Landssamtökum foreldra.
 • Tímarit um menntarannsóknir gefið út af félagi um sama efni.
 • Vefsetur Landlæknisembættisins miðlar upplýsingum og leiðbeiningum í samræmi við hlutverk Landlæknisembættisins og kemur á framfæri tilkynningum um heilsuvernd og varnir gegn sjúkdómum.
 • Vísindavefurinn er rekinn af Háskóla Íslands og fjallar um öll vísindi, hverju nafni sem nefnast, allt frá stjörnufræði til handrita og frá sameindalíffræði til sálarfræði. Notendur senda fyrirspurnir og vísindamenn svara.
 • Þroskaþjálfinn, fagblað þroskaþjálfafélags Íslands.

Ókeypis bækur á netinu

 • Online books page er tenglasafn meira en 900 þúsund bóka í opnum aðgangi á vefnum, tekið saman af bókasafni ríkisháskólans í Pennsylvaníu, Bandaríkjunum.
 • Project Gutenberg færir með hjálp sjálfboðaliða bækur, sem komnar eru úr höfundarrétti vegna aldurs, af pappírsformi og á rafrænt.