Heimildarleit - Háskólabrú

Alfræði-, gagna- og greinasöfn

 • Britannica (Akademic) alfræðisafnið á vefnum er bæði ritskoðað og ritrýnt (ólíkt wikipedia) og má því vitna til þess sem heimild í ritgerðum og verkefnum. Einnig er hægt að fletta í ensku orðabók Merriam-Webster, finna landakort, tilvitnanir, kynningar á klassískum bókmenntum, myndskeið, landfræðilega tölfræði og fleira.
 • CORE The COnnecting REpositories project er bresk leitarvél sem leitar í ritum sem eru í opnum aðgangi hjá rannsóknarstofnunum.
 • DataMarket birtir tölfræðiupplýsingar sem settar eru fram á myndrænan hátt sem skífurit, línurit, stöplarit o.s.frv. Meðal upplýsinga má finnar tölur um íslenskt hagkerfi, Sameinuðu Þjóðirnar o.fl.
 • Gegnir.is geymir upplýsingar um safnkost flestra íslenskra bókasafna. Hægt er að leita að heimildum og öðrum gögnum og notendur geta skráð sig inn til að fá yfirlit yfir útlán sín, framlengt lánum og pantað bækur. Leiðbeiningar um notkun Gegnis er að finna undir hjálp, efst til hægri á upphafssíðu.
 • Google Fræðasetur. Hægt að leita í fjölda fræðigreina og heimilda s.s. ritrýndar greinar, lokaritgerðir, bækur, ágrip og greinar, efni frá útgefendum fræðirita og sérfræðingasamfélögum.
 • Greinasafn Morgunblaðsins veitir aðgang að öllum greinum sem birst hafa í Morgunblaðinu frá 1986 til dagsins í dag. Hægt er að leita eftir efnisorðum, hvenær greinin birtist og hlutum blaðsins (t.d. innlendar fréttir, lesbók, íþróttir o.s.frv.). Á bókasafni Keilis er hægt að fá lykilorð til þess að ná í greinarnar.
 • Hvar.is er vefur landsaðgangs að rafrænum gagnasöfnum og tímaritum. Aðgangurinn er opinn og endurgjaldslaus hjá notendum á Íslandi sem eru tengdir íslenskum netveitum. Aðgangur að fullum texta greina úr fleiri en 17.300 tímaritum auk útdrátta úr greinum úr yfir 6.000 tímaritum, 12 gagnasöfnum, fullum texta yfir 10.000 greiningarskýrslna og 500 rafbóka.
 • Leitir.is veitir upplýsingar um safnkost og aðgang að rafrænu efni hvort sem um er að ræða texta eða myndrænt efni. Jafnframt eru rafrænar tímaritsgreinar og gagnagrunnar í hvar.is leitarbær í gegnum leitir.is
 • Proquest gagnasafnið veitir aðgang á rafrænu formi að útgefnu prentuðu efni úr bókum, tímaritum og dagblöðum. Áætlað er að það innihaldi um 125 milljarða síðna. Efst til hægri á hverri síðu undir „help“ er hægt að fá leiðbeiningar um notkun þess hluta gagnasafnsins sem notandi er staddur á hverju sinni, t.d. val á gagnabönkum, einföld leit og ítarleit.
 • Tímarit.is er stafrænt bókasafn þar sem veittur er aðgangur að þúsundum myndaðra blaðsíðna á stafrænu formi af þeim prentaða menningararfi sem varðveittur er í blöðum og tímaritum frá Færeyjum, Grænlandi og Íslandi.

Orðabækur og uppflettirit

 • Dictionary.com, ensk-ensk orðabók, meðal annars samheitaorðabók og vélrænar þýðingar.
 • Hugtakasafn Þýðingamiðstöðvar utanríkisráðuneytis.
 • Islex, norræn veforðabók. Markmálin eru íslenska, danska,sænska, norskt bókmál og nýnorska.
 • Learn english  er frá ástralska sjónvarpinu.
 • LEO, þýsk-ensk, þýsk-frönsk, þýsk-ítölsk, þýsk-spænsk og þýsk-kínversk veforðabók.
 • Longman Dictionary of Contemporary English, vefræn útgáfa af orðabók Longman bókaforlagsins.
 • Merriam-Webster Online, ensk-ensk orðabók, meðal annars samheitaorðabók.
 • ODS - Ordbog over det danske sprog, dönsk-dönsk orðabók.
 • Ordabok.is, ensk-íslensk og íslensk-ensk orðabók sem hægt er að gerast áskrifandi að og nota til uppflettingar.
 • Orðabanki íslenskrar málstöðvar. 
 • Oxford Advanced Learner´s Dictionary, ensk orðabók fyrir háskólastig.
 • Snara.is býður upp á vefbækur eins og íslenska orðabók og Stóra orðabókin um íslenska málnotkun. Auk þess er líka hægt að fletta upp í ensk-enska orðanetinu, dansk-íslenskri orðabók, fransk-íslenskri orðabók, spænsk-íslenskri orðabók og fl. Ekki er hægt að nota þjónustuna utan Keilis nema með áskrift.
 • Tungutorg býður upp á vélræna þýðingu úr ensku og esperanto yfir á íslensku og úr íslensku á ensku og dönsku. Líka er hægt að breyta íslenskum texta í marktexta en það er búið að greina orðin í orðflokka.
 • Tölvuorðasafnið - Tekið saman af orðanefnd Skýrslutæknifélagsins 
 • Vefbækur.is er safn orðabóka og annarra uppflettirita á rafrænu formi.

Fréttasíður, dagblöð og tímarit á ensku


Valin vefsetur


Ókeypis bækur á netinu

 • Online books page er tenglasafn meira en 900 þúsund bóka í opnum aðgangi á vefnum, tekið saman af bókasafni ríkisháskólans í Pennsylvaníu, Bandaríkjunum.
 • Project Gutenberg færir með hjálp sjálfboðaliða bækur, sem komnar eru úr höfundarrétti vegna aldurs, af pappírsformi og á rafrænt.