Heimildarleit - Flugakademía

Alfræði-, gagna- og greinasöfn

 • Britannica (Akademic) alfræðisafnið á vefnum er bæði ritskoðað og ritrýnt (ólíkt wikipedia) og má því vitna til þess sem heimild í ritgerðum og verkefnum. Einnig er hægt að fletta í ensku orðabók Merriam-Webster, finna landakort, tilvitnanir, kynningar á klassískum bókmenntum, myndskeið, landfræðilega tölfræði og fleira.
 • Proquest gagnasafnið veitir aðgang á rafrænu formi að útgefnu prentuðu efni úr bókum, tímaritum og dagblöðum. Áætlað er að það innihaldi um 125 milljarða síðna. Efst til hægri á hverri síðu undir „help“ er hægt að fá leiðbeiningar um notkun þess hluta gagnasafnsins sem notandi er staddur á hverju sinni, t.d. val á gagnabönkum, einföld leit og ítarleit.
 • Gegnir.is geymir upplýsingar um safnkost flestra íslenskra bókasafna. Hægt er að leita að heimildum og öðrum gögnum og notendur geta skráð sig inn til að fá yfirlit yfir útlán sín, framlengt lánum og pantað bækur. Leiðbeiningar um notkun Gegnis er að finna undir hjálp, efst til hægri á upphafssíðu. Greinasafn Morgunblaðsins veitir aðgang að öllum greinum sem birst hafa í Morgunblaðinu frá 1986 til dagsins í dag. Hægt er að leita eftir efnisorðum, hvenær greinin birtist og hlutum blaðsins (t.d. innlendar fréttir, lesbók, íþróttir o.s.frv.). Á bókasafni Keilis er hægt að fá lykilorð til þess að ná í greinarnar.
 • Leitir.is veitir upplýsingar um safnkost og aðgang að rafrænu efni hvort sem um er að ræða texta eða myndrænt efni. Jafnframt eru rafrænar tímaritsgreinar og gagnagrunnar í hvar.is leitarbær í gegnum leitir.is
 • CSA - Safety Science and Risk Abstracts, gagnasafn undir dreyfingaraðilanum CSA og fjallar um öryggismál, hollustuvernd og vinnuöryggi, náttúruvá og fleira. Þar eru tilvísanir í efni 1500 tímarita. Aðgangur er í gegnum CSA og verður að haka við þetta gagnasafn eftir að hafa farið þangað inn.

Orðabækur og uppflettirit

 • Dictionary.com, ensk-ensk orðabók, meðal annars samheitaorðabók og vélrænar þýðingar.
 • Islex, norræn veforðabók. Markmálin eru íslenska, danska,sænska, norskt bókmál og nýnorska. 
 • LEO, þýsk-ensk, þýsk-frönsk, þýsk-ítölsk, þýsk-spænsk og þýsk-kínversk veforðabók.
 • Longman Dictionary of Contemporary English, vefræn útgáfa af orðabók Longman bókaforlagsins.
 • Merriam-Webster Online, ensk-ensk orðabók, meðal annars samheitaorðabók. 
 • Ordabok.is, ensk-íslensk og íslensk-ensk orðabók sem hægt er að gerast áskrifandi að og nota til uppflettingar.
 • Orðabanki íslenskrar málstöðvar.
 • Oxford Advanced Learner´s Dictionary, ensk orðabók fyrir háskólastig.
 • Snara.is býður upp á vefbækur eins og íslenska orðabók og Stóra orðabókin um íslenska málnotkun. Auk þess er líka hægt að fletta upp í ensk-enska orðanetinu, dansk-íslenskri orðabók, fransk-íslenskri orðabók, spænsk-íslenskri orðabók og fl. Ekki er hægt að nota þjónustuna utan Keilis nema með áskrift.
 • Tungutorg býður upp á vélræna þýðingu úr ensku og esperanto yfir á íslensku og úr íslensku á ensku og dönsku. Líka er hægt að breyta íslenskum texta í marktexta en það er búið að greina orðin í orðflokka.
 • Tölvuorðasafnið - Tekið saman af orðanefnd Skýrslutæknifélagsins.
 • Vefbækur.is er safn orðabóka og annarra uppflettirita á rafrænu formi.

Valin Vefsetur

Ókeypis bækur á netinu