Tímastjórnun

Þeir sem skipuleggja tíma sinn vel gengur yfirleitt vel í námi. Í hverri viku eru 168 klukkustundir. Það er að miklu leyti undir okkur sjálfum komið hvernig við notum þann tíma. Hvernig við nýtum tímann er oft vani sem getur reynst erfitt að breyta. Því er nauðsynlegt að byrja á því að athuga hvernig við notum tímann áður en við gerum áætlun um hvernig við ætlum að nýta hann. 

 
Dagbókarskráning hjálpar þér til að skoða hvernig þú notar tímann þinn. Hún felst í því að þú skráir nokkuð nákvæmlega hvernig þú eyðir tíma þínum í eina viku s.s. hversu mikil tímasókn er hvern dag, hversu mikill tími fer í heimalærdóm, hvað áhugamálin eða fjölskyldan taka mikinn tíma og o.s.frv. 
 
Það að gera dagbókarskráningu gerir þig meðvitaðan um í hvað þú verð tíma þínum. Þegar þú ert búin að skrifa dagbók í viku getur þú farið að gera tímaáætlun. Þá byrjarðu á því að setja inn á vikuáætlun alla fasta þætti, s.s. fyrirlestra, verklega tíma, matartíma, áhugamál o.s.frv. 
 
Næst áætlarðu vikulega yfirferð í hverju fagi, en þó alltaf með heildina í huga. Skiptu þeim tíma sem er til ráðstöfunar niður á milli faga til heimanáms. Eyðublöð og aðstoð er hægt að nálgast hjá náms- og starfsráðgjafa.