Námstækni

Það er mikilvægt að tileinka sér góðar námsvenjur og að hver og einn átti sig á námsvenjum sínum. Námstækni er ákveðið hjálpartæki sem auðveldar nemendum að tileinka sér nýja þekkingu. Góð námstækni veitir nemendum aðhald og er tæki til tímasparnaðar. Sjálfsagt er að nota áfram þær námsaðferðir sem reynst hafa vel, en endurskoða þær sem betur mega fara. Mikilvægt er að taka lítil skref og ætla sér ekki of miklar breytingar í einu.

Gott skipulag, markmiðssetning og jákvætt hugarfar er grunnurinn að góðri námstækni.