Náms- og skólagjöld

Reglur um námsgjöld 2017 - 2018

 1. Staðfestingargjald er innheimt strax að lokinni samþykkt í nám.
 2. Staðfestingargjald er óafturkræft, hætti nemandi við að hefja nám hjá Keili. Annars dregst það frá skólagjöldum fyrstu annar.
 3. Skráningargjald í tæknifræðinámi Keilis skal greitt fyrir upphaf haustannar.
 4. Skóla- og efnisgjöld eru innheimt fyrir hverja önn sérstaklega eða heila námsleið, allt eftir eðli námsskipulags. Gjöldin skulu vera að fullu greidd áður en nám hefst á viðkomandi önn eða námsleið.
 5. Nemandi sem ekki hefur greitt gjöld sín þegar önn hefst fær ekki að hefja nám á viðkomandi önn eða námsleið og aðgangi hans að net- og kennslukerfum Keilis er lokað.
 6. Skóla- og efnisgjöld eru óendurkræf, hafi nemandi hafið námið. Vegna sérstakra persónulegra aðstæðna getur nemandi óskað eftir að taka hlé á námi þar til viðkomandi námslína hefst aftur og getur þá átt skóla- og efnisgjöld inni í allt að eitt og hálft ár. Sjá nánar hjá þeirri deild sem um ræðir.
 7. Gjöld skulu greidd með útsendum greiðsluseðli.

Námsgjöld í skólum Keilis

Hægt er að nálgast upplýsingar um náms- og skólagjöld einstakra námsbrauta og skóla Keilis hér að neðan:

Gjaldskrá vegna vottorða, prófa o.fl.

Staðfest vottorð

 • Afrit af einkunnablaði: 350 kr.
 • Brautskráningarskírteini á ensku: 3500 kr.
 • Áfangavottorð: 350 kr.
 • Staðfesting á skólavist: 350 kr.
 • Námskeiðslýsingar pr. bls.: 350 kr. (hámark 1.750 kr.)

Annað

 • Aðgangs og prentlykill: 3.000 kr. (250 blöð innifalin)
 • Prentkvóti: 7 kr. pr. blaðið 
 • Áhugasviðskönnun STRONG: 12.000 kr.

Próftökugjald

 • Upptökupróf: 6.000 kr. fyrir hvert próf. Athugið að greiða þarf fyrir próf tveimur virkum dögum fyrir prófdag í afgreiðslu Keilis eða með millifærslu á reikning Keilis.
 • Þriðja prófið í ÍAK og Háskólabrú: 18.000 kr.

Velji nemendur að taka próf annars staðar en í Keili geta þeir tekið próf hjá símenntunarmiðstöðvum eða hjá viðurkenndum menntastofnunum. Nemendur þurfa að greiða þann kostnað sem til fellur vegna þessa sjálfir, Keilir er ekki milligönguaðili varðandi greiðslur. Einnig þurfa nemendur í ÍAK-Einkaþjálfaranáminu á Akureyri ekki að greiða fyrir að taka próf á Akureyri.

Greiðsluupplýsingar

 • Fyrir öll próf nema í flugi 7.000 kr.
  Reikningsnúmer: 0542-26-663
  kt. 500507-0550
 • Fyrir upptökupróf í flugi
  Reikningsnúmer: 0542-26-663
  kt. 500507-0550
Vinsamlegast sendið kvittun á netfangið: innheimtudeild@keilir.net