Markaðs- og alþjóðaskrifstofa

Markaðs- og kynningarmál

Markaðsskrifstofa Keilis sér um öll almenn markaðs- og kynningarmál Keilis, ásamt skipulagningu viðburða á vegum skólans. Hún hefur heildarumsjón með öllu markaðs- og samskiptastarfi Keilis og samhæfir slíkt starf innan allra eininga skólans. Hlutverk markaðsskrifstofunnar er að miðla upplýsingum til almennings, nemenda og hagsmunaðila um starfsemi Keilis, auk þess að efla og styðja ímynd skólans. Meðal verkefna má nefna útgáfu á kynningarefni, námskynningar, vefmál, samskipti við fjölmiðla, umsjón með stærri viðburðum, ásamt mörgu öðru.
 
 

Alþjóðleg tengsl og verkefni

Alþjóðaskrifstofa Keilis annast samskipti skólans við erlendar menntastofnanir og veitir nemendum, kennurum og deildum Keilis ýmsa þjónustu varðandi alþjóðlegt samstarf. Hún sér einnig um umsóknir og utanumhald um erlenda og innlenda sjóði, samstarfsverkefni og kynningar erlendis.
 
Forstöðumaður markaðsmála og alþjóðasamstarfs Keilis er Arnbjörn Ólafsson