Samfélagið á Ásbrú

Þjónusta á Ásbrú hefur aukist jafnt og þétt og má segja að á þeim stutta tíma sem liðinn er frá því starfsemi hófst aftur á svæðinu hafi þjónustustigið hækkað ótrúlega hratt. Í veftrénu til vinstri eru upplýsingar um helstu þjónustu sem í boði er bæði á Ásbrú og í Reykjanesbæ og fyrir neðan má finna tengla inn á ýmis fyrirtæki og þjónustuaðila á svæðinu.

Ásbrú - samfélag frumkvöðla, fræða og atvinnulífs

Ásbrú er nafn á uppbyggingu sem hefur átt sér stað á fyrrum varnarsvæði Nató við Keflavíkurflugvöll. Svæðið hefur á undurskömmum tíma breyst í samfélag frumkvöðla, fræða og atvinnulífs. Hér er stærsti háskólagarður Íslands, metnaðarfullt nám hjá Keili, eitt stærsta frumkvöðlasetur landsins, auk fjölda annarra spennandi verkefna á borð Orkurannsóknarsetur og fyrsta græna gagnaver Íslands.

Nánari upplýsingar um svæðið í heild má nálgast á heimasíðu Ásbrúar.


Önnur þjónusta á Ásbrú

Við Keilisbraut er Langbest, glæsilegur fjölskylduvænn veitingastaður og kaffihús sem tekur um 100 manns í sæti. Íþróttahús og líkamsræktaraðstaða opnuðu í desember 2007 og geta íbúar á Ásbrú nýtt sér þá aðstöðu gegn vægu gjaldi. Tvöföld Reykjanesbraut gerir allar samgöngur við höfuðborgarsvæðið auðveldar og aðeins er um 20 mín. akstur frá Ásbrú í Hafnarfjörð.