Samgöngur

Þann 1. janúar 2015 hóf Strætó áætlunarferðir milli Höfuðborgarsvæðisins og Reykjanesbæjar. Nánari upplýsingar á heimasíðu Strætó. Keilir hefur náð samningum við Strætó um samgöngukort sem gildir til og frá höfuðborgarinnar fyrir nemendur skólans. Athugið að þetta gildir eingöngu fyrir nemendur í staðnámi sem eru búsettir utan Suðurnesja

Fyrir nemendur Keilis sem nýta sér áætlunarferðir Strætó

Skólaárið 2017 - 2018 mun Keilir greiða þann kostnað sem fer umfram kostnað nemakorts á höfuðborgarsvæðinu (gjaldsvæði 1). Ef þú ert nemandi í staðnámi hjá Keili og hyggst nota almenningssamgöngur milli höfuðborgarsvæðisins og Ásbrúar þarft þú að:

  • Fara inn á heimasíðu Strætó og velja „Samgöngukort“. Greiðslum er hægt að dreifa á greiðslukorti en það þarf að greiða fulla upphæð fyrir kortið í upphafi.
  • Nemandi sækir svo um endurgreiðslu hjá Keili með því að senda póst á keilir@keilir.net og tilgreina nafn, kennitölu, bankareikning og senda með þessu kvittun fyrir greiðslu.

Nemendur Keilis njóta því sömu kjara og nemendur á höfuðborgarsvæðinu hvað samgöngur varðar. Kortin gilda einnig innanbæjar í Reykjavík.

Nánari upplýsingar um nemakort má nálgast á heimasíðu Strætó og leiðabækur fyrir áætlunarferðir Stætó á Suðurnesjunum hér. Strætisvagnar í Reykjanesbæ ganga samkvæmt áætlun um öll hverfi bæjarins.

Vinsamlegast hafið samband við afgreiðslu Keilis ef þið hafið spurningar eða athugasemdir á keilir@keilir.net.