Fara í efni

Samgöngur

Örar og reglulegar samgöngur eru með strætó til og frá Ásbrú. Stoppistöð með skýli er beint fyrir framan Keili og stoppar leið 55 þar ásamt innanbæjarstrætó R-3. Strætisvagnar í Reykjanesbæ ganga samkvæmt áætlun um öll hverfi bæjarins, leið 89 keyrir milli Suðurnesjabæjar (Sandgerði, Garður) og Reykjanesbæjar, leið 88 milli Grindavíkur og Reykjanesbæjar og leið 55 keyrir milli höfuðborgarsvæðisins og Reykjanesbæjar. Nemendur fá afsláttargjöld hjá Strætó en til þess þarf að gefa staðfest leyfi í Innu svo Strætó geti séð að viðkomandi sé í námi. Sjá nánari leiðbeiningar hér.

Tímatöflur:

Innanbæjarstrætó Reykjanesbæ

Enginn akstur á sunnudögum

Kort af leiðakerfi

Suðurnes

Kort af leiðakerfi á landsbyggðinni