Keilisgarðar - Nemendaíbúðir


Húsnæðissvið býður nemendum Keilis að leigja hagkvæmar tveggja herbergja íbúðir á Keilisgörðum. Íbúðirnar eru staðsettar á Keilisbraut á Ásbrú í Reykjanesbæ og í göngufæri frá aðalbyggingu skólans.

 • Íbúðir A
  Tveggja herbergja (62m²)
  Verð: Mánaðarleiga 125.000 kr.
  Rafmagn og hiti innifalið í verði. Á hverri hæð er eldhús, þvottahús og sameiginleg stofa.
  Umsókn um íbúð

 • Íbúðir B
  Tveggja herbergja (55m²)
  Verð: Mánaðarleiga 120.000 kr.
  Tveir nemendur geta leigt saman. Rafmagn og hiti innifalið í verði. Á hverri hæð er eldhús, þvottahús og sameiginleg stofa.
  Umsókn um íbúð

Nánari upplýsingar og aðstoð veitir Húsnæðissvið Keilis á hus@keilir.net og í síma 578 4000. Húsnæðissvið aðstoðar einnig þá nemendur sem vilja komast í stærri íbúð á Ásbrú en slíkar íbúðir eru auglýstar á vefsíðu Heimavalla. Upplýsingar um húsaleigubætur má nálgast hér.

Ásbrú í Reykjanesbæ

Á Ásbrú hefur á undanförnum árum tekist að byggja upp öflugan byggðakjarna, með fjölmörg fyrirtæki, fjölbreytta þjónustu og sívaxandi íbúafjölda. Svæðið, sem er staðsett á fyrrum varnarsvæði Bandaríkjahers, er hluti af Reykjanesbæ sem er eitt af fimm stærstu sveitarfélögum landsins. Síðan svæðið var tekið í notkun árið 2007 hefur Ásbrú byggst upp og þróast sem ákjósanlegur stað fyrir nemendur, íbúa og starfsemi.