Umsókn um nám í Íþróttaakademíu

Umsókn í Leiðsögunám í ævintýraferðamennsku

Umsóknum í leiðsögunám í ævintýraferðamennsku (Adventure Sport Certificate) ber að skila rafrænt inn á INNU. Leiðbeiningar fyrir umsókn [PDF].

Umsókn í einkaþjálfun og styrktarþjálfun

Gerð er krafa um að umsækjendur hafi haldgóða reynslu af íþróttum eða líkamsrækt og séu í góðu líkamlegu formi.  Þeir sem hafa lokið háskólaprófi eða stúdentsprófi njóta forgangs í námið. Gerð er lágmarkskrafa um 18 ára aldur og 90 einingar í framhaldsskóla. Þar af skulu hið minnsta 10 vera í ensku, 5 í íslensku, 5 í íþróttum, 10 í stærðfræði, 10 af raungreinasviði s.s. líffæra- og lífeðlisfræði  og 5 í upplýsingatækni.

Með umsókn skal senda eftirfarandi gögn:

  • Afrit prófskírteina,
  • starfsferilsskrá,
  • stafræn mynd í góðri upplausn og
  • persónulegt bréf.

Mikilvægt er að skila inn umbeðnum fylgigögnum því umsóknir eru ekki afgreiddar fyrr en öllum gögnum hefur verið skilað

Þeir sem hafa lokið háskólaprófi eða stúdentsprófi njóta forgangs í grunnnámið.  Umsækjendur með háskólamenntun í íþróttafræði, sjúkraþjálfun eða sambærilegu námi, geta sótt um undanþágu frá fyrri önninni (grunnnám) og gengið beint inn í sérhæfingu í einkaþjálfara- eða styrktarþjálfaranámi.

Allir umsækjendur sem uppfylla inntökuskilyrði verða kallaðir í viðtal.

Umsókn um nám