Umsókn um nám í Íþróttaakademíu

Umsókn í Leiðsögunám í ævintýraferðamennsku

Umsóknum í leiðsögunám í ævintýraferðamennsku (Adventure Sport Certificate) ber að skila rafrænt inn á INNU. Leiðbeiningar fyrir umsókn [PDF].

Umsókn í einkaþjálfun og styrktarþjálfun

Gerð er krafa um að umsækjendur hafi haldgóða reynslu af íþróttum eða líkamsrækt og séu í góðu líkamlegu formi.  Þeir sem hafa lokið háskólaprófi eða stúdentsprófi njóta forgangs í námið. Gerð er lágmarkskrafa um 18 ára aldur og 100 feiningar í framhaldsskóla úr almennum kjarna og heilbrigðisgreinum.

Með umsókn skal senda eftirfarandi gögn:

  • Afrit prófskírteina,
  • starfsferilsskrá,
  • stafræn mynd í góðri upplausn og
  • persónulegt bréf.

Mikilvægt er að skila inn öllum umbeðnum fylgigögnum. 

Þeir sem hafa lokið háskólaprófi eða stúdentsprófi njóta forgangs í námið. Starfsfólk aðstoðar umsækjendur við að finna leiðir ef einhverjar forkröfur vantar. Senda má póst á Skúla Frey Brynjólfsson námsráðgjafa eða Haddý Önnu Hafsteinsdóttur verkefnastjóra námsins.  

Allir umsækjendur sem uppfylla inntökuskilyrði verða kallaðir í viðtal.

Umsókn um nám