Útskrift úr deildum Keilis í janúar 2019

Föstudaginn 18. janúar næstkomandi fer fram útskrift nemenda úr atvinnuflugmannsnámi og flugvirkjanámi Flugakademíu Keilis, auk fjarnáms Háskólabrúar Keilis og fótaaðgerðafræði.

Athöfnin hefst kl. 15:00 í Andrews leikhúsinu á Ásbrú og er áætlað að hún taki um klukkustund. Útskriftarnemendur eru beðnir um að mæta kl. 13:30 vegna myndatöku og æfingar. Vinsamlegast skráið ykkur í útskrift á netfangið utskrift@keilir.net og tilgreinið gestafjölda. Hámarksfjöldi gesta er 2 - 3 með hverjum nemanda.

Fjöldi umsókna hefur borist um nám fyrir vorið 2019 í bæði atvinnuflugmannsnám og fjarnám Háskólabrúar Keilis. Enn er hægt að sækja um nám á vorönn og er umsóknarfrestur til 3. desember.