Viltu verða styrktarþjálfari?

Íþróttaakademía Keilis býður upp á einnar annar sérhæfingu í styrktarþjálfun á vörönn 2014. Sérhæfingin er ætluð þeim sem hafa hlotið viðeigandi grunnmenntun, svo sem ÍAK einkaþjálfarar, íþróttafræðingar, sjúkraþjálfarar og hjúkrunarfræðingar, sem og aðrir með viðeigandi grunnmenntun. Námið hefst í janúar 2014 og er samtals tíu áfangar, sambærilegt 30 eininga námi. Námið er uppbyggt sem fjarnám með staðlotum á Ásbrú.

ÍAK styrktarþjálfari er einstakt nám fyrir fagfólk í styrktar- og ástandsþjálfun íþróttafólks. Námið er mjög hagnýtt og hnitmiðað og ætlað metnaðarfullum þjálfurum sem vilja sérhæfa sig í að styrktar- og ástandsþjálfa íþróttamenn á afreksstigi. Námið er skipulagt af íslenskum og erlendum sérfræðingum úr heimi styrktarþjálfunar og sett upp fyrir verðandi fagfólk sem vill sérhæfa sig í styrktar- og ástandsþjálfun íþróttamanna. Nemendur útskrifast með viðurkenningu sem ÍAK styrktarþjálfarar.

Opnað hefur verið fyrir umsóknir og eru námsgjöld 292.500 kr. Athugið að einungis er hægt að bæta við örfáum nemendum í námið.

Nánari upplýsingar um ÍAK styrktarþjálfaranámið og umsókn