Starfsþjálfun hjá Bob Takano

Bob Takano er einn fremsti lyftingaþjálfari heims
Bob Takano er einn fremsti lyftingaþjálfari heims

Hefur þú áhuga á að vinna með og læra af einum besta lyftingaþjálfara Bandaríkjanna?

Íþróttaakademía Keilis býður upp á fjögurra daga starsfþjálfun „internship“ með Bob Takano (www.takanoathletics.com) í byrjun janúar, en hann kennir áfangann „Ólympískar lyftingar“ í styrktarþjálfaranámi ÍAK. 

Við viljum nýta tíma hans sem allra best á meðan hann dvelur á landinu og því bjóða tveimur vönum lyftingarmönnum eða konum að aðstoða hann við verklega kennslu í áfanganum. Ekki er um launað starf að ræða, en viðkomandi aðstoðarmenn fá ómetanlegt tækifæri til að starfa náið með þessum mikla snillingi og læra þjálfunaraðferðir hans.

Áhugasamir sendi tölvupóst á Arnar Hafsteinsson, forstöðumann Íþróttaakademíu Keilis: arnarhaf@keilir.net