Skólasetning ÍAK

Helgina 17. - 19. ágúst fór fram skólasetning ÍAK einkaþjálfara náms Keilis.

Helgina 17. - 19. ágúst fór fram skólasetning ÍAK einkaþjálfara námsins og er heildar fjöldi skráðra nemenda 83 í Reykjanesbæ og á Akureyri.

Þetta er sjötti hópur einkaþjálfaranema frá því Íþróttaakademían var tekin inn í Keili og hafa hingað til rúmlega þrjúhundruð nemendur útskrifast með ÍAK einkaþjálfara viðurkenningu.

Meðalaldur nýnema í náminu er 29 ár og er kynjaskiptingin 65% kvenfólk en 35% karlmenn. Starfsfólk Keilis hefur miklar væntingar til hópsins og hlakkar til að eiga gott samstarf með nemendum á komandi vetri.