Námskeið um hreyfiþroska barna

Áslaug Guðmundsdóttir, sjúkraþjálfari, verður meðal fyrirlesara
Áslaug Guðmundsdóttir, sjúkraþjálfari, verður meðal fyrirlesara
Barnasjúkraþjálfarar og iðjuþjálfar á Æfingastöðinni halda opið, eins dags námskeið hjá Heilsuskólanum um hreyfiþroska barna á leikskólaaldri.

Barnasjúkraþjálfarar og iðjuþjálfar á Æfingastöðinni halda opið, eins dags námskeið hjá Heilsuskólanum um hreyfiþroska barna á leikskólaaldri.

 

Á þessu eins dags námskeiði hjá Heilsuskóla Keilis verður fjallað um hreyfiþroska barna almennt sem og frávik sem hafa áhrif á færni og daglegt líf þeirra. Áhersla verður lögð á hvernig starfsmenn leikskólans geta stuðlað að aukinni hreyfifærni barnanna og þátttöku þeirra. Þjálfarar munu koma með praktískar leiðbeiningar um hvernig örva megi börnin, aðlaga umhverfið á leikskólanum og nota hjálpartæki til að stuðla að aukinni virkni og þátttöku barnanna í leikskólastarfinu.

Námskeiðið verður haldið 3. febrúar klukkan 9-12.

Nánari upplýsingar um námskeiðið og skráningu