Námskeið í ólympískum lyftingum

ÍAK stendur fyrir námskeiði í ólympískum lyftingum með Harvey Newton, MA, CSCS, einum fremsta lyftingaþjálfara Bandaríkjanna.

Langar þig að læra grundvallaratriðin í lyftingum og læra að miðla þeirri þekkingu áfram? Nú gefst einstakt tækifæri til að bæta kennslutækni í lyftingum og fá þá þekkingu beint frá einum fremsta lyftingaþjálfara Bandaríkjanna.

Harvey Newton, MA, CSCS er einn þekktasti lyftinga og styrktarþjálfari Bandaríkjanna og nýtur ómældrar virðingar á meðal fagfólks í sínu heimalandi og víða um heim. Námskeiðið er haldið í samstarfi við Lyftingasamband Íslands og gefst þátttakendum möguleiki á að taka próf sem gildir til þjálfararéttinda á fyrsta stigi (level 1).

Námskeiðið verður haldið í Keili í Reykjanesbæ, *dagana 21. - 23. janúar, kl. 17:00-21:00 og 25. janúar kl. 16:00-21:00

*(engin kennsla 24. janúar vegna fyrirlesturs Harvey hjá ÍSÍ)

Nánari upplýsingar