Námskeið í ólympískum lyftingum

Bob Takano var vígður inní
Bob Takano var vígður inní
Heilsuskóli Keilis stendur fyrir opnu 3ja daga námskeiði í ólympískum lyftingum 10. - 12. febrúar 2012. Leiðbeinendur eru lifandi goðsagnir í lyftingaheiminum.

Heilsuskóli Keilis stendur fyrir opnu 3ja daga námskeiði í ólympískum lyftingum 10. - 12. febrúar 2012. Leiðbeinendur eru lifandi goðsagnir í lyftingaheiminum.

 

Tilvalin jólagjöf fyrir crossFittarann, einkaþjálfarann, íþróttaþjálfarann, sjúkraþjálfarann, styrktarþjálfarann og afreksmanninn. Gjafabréf til sölu á skrifstofu.

Áhugi og notkun á ólympískum lyftingum fer sífellt vaxandi bæði sem þjálfunaraðferð og keppnisíþrótt. Crossfittarar, íþróttamenn úr ýmsum greinum og áhugamenn um lyftingar eru sífellt að sækja í frekari fræðslu og menntun í lyftunum og við í Keili fáum reglulega fyrirspurnir um námskeið í ólympískum lyftingum sem við höfum sinnt og munum áfram gera því þessar lyftur lærast ekki á einu og einu námskeiði heldur þarf að læra um þær og iðka í langan tíma til þess að skilja þær og kunna fullkomlega.

Nú færum við ykkur tvo ótrúlega magnaða þjálfara og kennara, þá Bob Takano, CSCS og Pat Cullen-Carroll, CSCS. Bob Takano er lifandi goðsögn í lyftingaheiminum og var m.a. vígður inn í „The weightlifting wall of fame“ af sjálfum Arnold Schwarzenegger.

Félagi hans Pat er gamalreyndur íþróttakennari og margreyndur styrktar- og lyftingaþjálfari og fyrirlesari. Pat hefur meðal annars séð um Sports Performance Coach námskeiðin hjá lyftingasambandi Bandaríkjanna ásamt að vera í þjálfara-/fræðslunefnd sömu samtaka. Pat hefur þjálfað lyftingar á öllum stigum, frá byrjendum upp í keppendur á alþjóðamótum.

Nánar um námskeiðið.