Námskeið fyrir hjólreiða- og þríþrautarfólk

Harvey Newton stendur fyrir námskeiði í styrktarþjálfun hjólreiðafólks "Strength Training for Cyclist" 19. - 20. janúar næstkomandi. Árum saman hefur "Strength Training for Cyclists" verið helsta afurðin á sviði aukinnar afkastagetu og styrks fyrir hjólreiða- og þríþrautarfólk. Þessi hópur íþróttafólks er oftar en ekki í vafa með hvernig best er að haga styrktarþjálfun samhliða úthaldsþjálfun eins og hjólreiðum.

Flestir flaska á að blanda þessum tveimur ólíku tegundum þjálfunar saman í áhrifaríka þjálfun. Þekking og reynsla Harvey Newton á hjólreiðasportinu og áralöng reynsla sem lyftingaþjálfari á heimsmælikvarða, eru sett saman í heildstætt æfingakerfi sem kallast á frummálinu: "Strength Training for Cyclists products. Ride stronger, ride longer, ride faster." Með réttu upplýsingunum og réttri leiðsögn, geta flestir hámarkað árangur sinn í hjólreiðaíþróttum.

Á námskeiðinu verður meðal annars farið í hvaða æfingar virka, öruggustu og áhrifaríkustu æfingarnar og hvernig hægt er að æfa styrktarþjálfun á áhrifaríkan hátt, allt árið umkring. Námskeiðið fer fram í Íþróttaakademíu Keilis í Reykjanesbæ 19. janúar, kl. 13:00 – 17:00 og 20. janúar, kl. 10:00 – 14:00.

Nánari upplýsingar um námskeiðið