Nám í ÍAK einkaþjálfun fyrir Íslendinga í Noregi

Nú gefst Íslendingum í Noregi kostur á að sækja nám í ÍAK einkaþjálfun við Keili án þess að þurfa að koma til Íslands á staðlotur. 

Nú gefst Íslendingum í Noregi kostur á að sækja nám í ÍAK einkaþjálfun við Keili án þess að þurfa að koma til Íslands á staðlotur. 

Keilir hefur skipulagt námið þannig að nemendur í Noregi stunda fjarnám með nemendum á Íslandi en í stað þess að þeir sæki  staðlotur í Reykjanesbæ eða á Akureyri eina helgi í mánuði sendir Keilir út kennara til Stavanger í Noregi í tvær vikukotur á hausti og tvær á vori.

Einkaþjálfun í Noregi fer ört vaxandi og töluvert margir ÍAK einkaþjálfarar hafa flust út til að starfa þar. Sú þjálfunarhugmyndafræði sem Keilir kennir er ekki kennd í norskum einkaþjálfaraskólum og hefur hún fallið vel í Norðmanninn en hún felur í sér að greina veikleika í hreyfikeðjunni fyrst og þjálfa síðan í samræmi við það. Einar Ingi Kristjánsson er einn þeirra ÍAK einkaþjálfara sem flust hafa út en eftir að hafa starfað hjá Elixia í aðeins fjóra mánuði var hann fimmti söluhæsti einkaþjálfarinn þeirra en Elixia rekur 36 heilsuræktarstöðvar í Skandinavíu.

Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem Keilir mætir hópum erlendis á þennan hátt. 10 leikmenn íslenska handboltalandsliðsins; Guðjón Valur Sigurðsson, Björgvin Páll Gústavsson, Logi Geirsson og fleiri stunduðu nám í ÍAK einkaþjálfun samhliða atvinnumennskunni og var staðkennslan sniðin að komum þeirra til Íslands.

Nánari upplýsingar eru að finna hér.