Myndir frá námskeiði í hraðaþjálfun

Rooney lagði mikla áherslu á smáatriði, aga og skemmtun
Rooney lagði mikla áherslu á smáatriði, aga og skemmtun
Um helgina fór fram 2ja daga námskeið í hraðaþjálfun með Martin Rooney. Þátttakendur áttu von á að fá aðeins fullt af nýjum æfingum og læra meira um tækni en fengu svo miklu, miklu meira.

Um helgina fór fram 2ja daga námskeið í hraðaþjálfun með Martin Rooney. Þátttakendur áttu von á að fá aðeins fullt af nýjum æfingum og læra meira um tækni en fengu svo miklu, miklu meira.
Það sem einkenndi kennslutækni Rooney's var ástríða hans fyrir þjálfun og fyrir að kenna, fræða og hvetja. Hann lagði gífurlega mikla áherslu á að blása eldmóði í íslenska þjálfara og láta þá fara í mikla sjálfsskoðun. Hvernig þjálfarar þeir eru, hvernig þeir hvetja fólkið sitt, hvernig fyrirmyndir þeir eru, hvert þeir stefna, hvaða hindranir þeir láta stoppa sig og hvers vegna, hvernig þeir aðgreina muninn á einhverju sem er erfitt og ómögulegt, hvernig hugsanir þeirra verða að veruleika, hvernig fólk þeir umgangast, hvernig þeir tala við sjálfa sig og þar fram eftir götunum.

Í lok námskeiðsins, klukkan 17.30 á sunnudegi eftir að fólk hafði verið hjá honum frá klukkan 9 um morguninn en sat ennþá með 100% einbeitingu sagði hann lokasöguna. Hún var um mörgæsirnar sem fóru á helgarnámskeið til að læra að fljúga en flestir vita að það er mörgæsum lífsins ómögulegt. Kennarinn sannfærði þær svo djúpt um að þær gætu flogið að að lokum flaug ein mörgæsin og viti menn, í næstu tilraun flugu þær allar, því þær trúðu því að þær gætu flogið. En hvað gerðist svo? Mörgæsirnar löbbuðu allar heim af námskeiðinu.
Boðskapur sögunnar var sá að við getum lært margt á helgarnámskeiði en ef við notum það ekki þá höldum við bara áfram að gera sömu hlutina og við gerðum áður. Og ef við gerum alltaf það sama, þá verðum við alltaf eins.

Þökkum öllum þátttakendum kærlega fyrir komuna og samveruna. Rooney mun án efa koma aftur til okkar einhvern daginn.

Myndir frá námskeiðinu eru að finna hér.