Leiðsögunemendur í óbyggðum

Nemendur í nýju námi Keilis og Thompson Rivers University í ævintýraferðamennsku héldu á vit ævintýranna í óbyggðum Íslands. Hópurinn hélt af stað í morgunsárið í Hrífunes á Suðurlandi og þaðan munu þau ganga í fjóra daga inn á hálendið. Þetta er liður í námskeiði Adventure Sport Certificate sem snýr að útivist og að rata um óbyggðir.

Hægt er að skoða myndir úr ferðinni á Facebooksíðu námsins.