Kynning á leiðsögunámi í ævintýraferðamennsku á Akureyri

Keilir verður með opinn kynningarfund í SÍMEY, Þórsstíg 4 á Akureyri, um leiðsögunám í ævintýraferðamennsku, miðvikudaginn 29. október kl. 18:00. Allir velkomnir.

Háskólanám: Leiðsögunám í ævintýraferðamennsku (www.adventurestudies.is

Íþróttaakademía Keilis, í samstarfi við Thompson Rivers University í Kanada, býður upp á leiðsögunám í ævintýraferðamennsku (Adventure Sport Certificate). Um er að ræða átta mánaða nám á háskólastigi þar sem snert er á þeim þáttum sem tengjast beint inn í afþreyingarferðaþjónustu landsins, svo sem sjó- og straumkajak, fjallamennsku og flúðasiglingum.
 
Námið fer fram á ensku og sett upp bæði sem bóklegt nám og verklegt útinám, enda fer um helmingur námsins fram á vettvangi víðsvegar um landið. Mikill skortur er á leiðsögumönnum með þessa þekkingu víðsvegar um heiminn og hafa allir nemendur sem hófu námið í fyrra í framhaldi fengið vinnu í greininni eða farið áfram í háskólanám. Námið er lánshæft hjá LÍN.