Kynning á ketilbjölluþjálfun í ÍAK einkaþjálfaranáminu

Nemendur ÍAK fengu Mark Wesley Johnson, íþróttafræðing og afreksmann í frjálsum íþróttum, í heimsókn á síðustu vinnuhelginni sinni á námsárinu. Mark kynnti ketilbjölluþjálfun með verklegri kennslu og fengu nemendur að prófa á eigin skinni að beita sér með bjöllurnar. Mikil ánægja var með kennsluna enda Mark mjög fær á sínu sviði.

Mark hefur verið ráðin í stundakennslu hjá ÍAK og mun kenna meðal annars sprengikraftsþjálfun í nýrri námsbraut, ÍAK styrktarþjálfari.

Nánari upplýsingar um styrktarþjálfunarnám ÍAK má nálgast hér.