Íþróttaakademía Keilis útskrifar 76 nemendur

Samtals útskrifuðust 58 nemendur úr ÍAK einka- og styrktarþjálfun
Samtals útskrifuðust 58 nemendur úr ÍAK einka- og styrktarþjálfun
Keilir útskrifaði alls 163 nemendur úr þremur skólum við hátíðlega athöfn í Andrews Theater á Ásbrú föstudaginn 10. júní, þar af alls 76 úr Íþróttaakademíu Keilis.
 
Samtals útskrifuðust 50 ÍAK einkaþjálfarar og átta ÍAK styrktarþjálfarar. Tinna Mark Antonsdóttir fékk viðurkenningu fyrir bestan námsárangur í ÍAK einkaþjálfaranámi með 9,8 í meðaleinkunn og Arna Ösp Gunnarsdóttir fyrir ÍAK styrktarþjálfaranám með 9,25 í meðaleinkunn. Fengu þær gjafabréf í Nike verslunina frá Sporthúsinu í Reykjanesbæ. 
 
Þá brautskráðust 18 leiðsögumenn í ævintýraferðamennsku á vegum Keilis og Thompson Rivers University í Kanada. Þetta er þriðji hópurinn sem lýkur náminu, sem er átta mánaða háskólanám þar sem helmingur námsins fer fram víðsvegar um í náttúru Íslands. Ross Cloutier yfirmaður námsins hjá TRU flutti ávarp og Fífa Lísa Óskarsdóttir flutti ræðu útskriftarnema. Dúx var Unnur Ósk Unnsteinsdóttir með 8,56 í meðaleinkunn og fékk hún gjöf frá GG sjósport fyrir námsárangur.
 
Arnar Hafsteinsson, forstöðumaður Íþróttaakademíu Keilis flutti ávarp.