Námskeið um hraða- og snerpuþjálfun í maí

Ian Jeffreys, PhD, mun leiðbeina á námskeiði um hraða- og snerpuþjálfun á vegum Íþróttaakademíu Keilis, helgina 3. - 4. maí næstkomandi.

Ian hefur þjálfað fjölda afreksmanna úr hinum ýmsu greinum og hélt m.a. stöðu yfirstyrktarþjálfara enska úrvalsdeildarliðsins Cardiff. Hann er þekktur fræðimaður á sviði þjálfunarfræða með áherslu á hraða- og snerpuþjálfun og gegnir stöðu dósents hjá University of South-Wales.

Efni námskeiðsins er hraða- og snerpuþjálfun íþróttafólks, frá byrjendum til atvinnumanna. Allir sem koma að þjálfun íþróttafólks, á hvaða stigi sem er, ættu að mæta og fá þekkingu eins fremsta styrktarþjálfara heims. Námskeiðið verður haldið í íþróttahúsinu við Sunnubraut í Keflavík (verklegt) og í aðalbyggingu Keilis á Ásbrú (fyrirlestrar).

Tímasetningar eru frá 9:00 – 15:00 á laugardeginum og 09:00 – 13:00 á sunnudeginum.

Verð: 38.500 kr.
Skráning og nánari upplýsingar á: arnarhaf@keilir.net og www.facebook.com/events/1401279823477046