Námskeið um vöðvauppbyggingu og fitutap

Dr. Brad Schoenfeld er meðal fremstu sérfræðinga í heiminum í rannsóknum á vöðvafrumumyndun og rithöfundur um vöðvauppbyggingu og fitutap. Hann verður fyrirlesari á námskeiði Íþróttaakademíu Keilis um viðfangsefnið 31. maí - 1. júní næstkomandi.

Námskeiðið nefnist á ensku "the science of hypertrophy and fatloss". Brad Schoenfeld er með PhD í íþróttafræðum, CSCS, einkaþjálfari, rithöfundur, pistlahöfundur, framkvæmdarstjóri og háskólaprófessor. Hann á og rekur heimasíðuna lookgreatnaked.com.

Nánari upplýsingar um viðburðinn á heimasíðu Íþróttaakademíu Keilis.