Gjafmildur kennari við Heilsuskólann

Helgi Jónas Guðfinnsson
Helgi Jónas Guðfinnsson
Helgi Jónas Guðfinnsson, kennari við ÍAK einkaþjálfaranám Keilis gefur öllum 6 vikna fitubrennsluæfingakerfi með myndböndum af öllum æfingunum.

Helgi Jónas Guðfinnsson, kennari við ÍAK einkaþjálfaranám Keilis gefur öllum 6 vikna fitubrennsluæfingakerfi með myndböndum af öllum æfingunum.

 

Helgi er sjálfsagt þekktastur fyrir þjálfun íþróttamanna en hann segir þó fitubrennslu hafa verið eitt helsta áhugamálið sitt til margra ára. ,,Ég veit ekki hversu margar bækur og fræðigreinar ég hef lesið á þessu sviði eða hversu marga fyrirlestra ég hef sótt. Alltaf er ég að læra eitthvað nýtt." segir Helgi sem hefur unnið með fjölda manns í einkaþjálfun og fjarþjálfun sem hefur það meginmarkmið að missa fitu og hefur verið svo lánsamur að ná góðum árangri með fólkið sitt.

Á facebook síðu Helga, www.facebook.com/styrktarthjalfun, gefur Helgi 6 vikna fitubrennslu æfingakerfi með myndbandi af öllum æfingunum sem hann hefur sjálfur tekið upp.