Fyrirlestur um viðskiptalega þætti einkaþjálfarans

Laugardaginn 30. nóvember kl 11:00 - 14:30, býður ÍAK upp á fyrirlestur fyrir starfandi einkaþjálfara sem og þau sem hafa áhuga á að kynna sér fagið. 

Þórsteinn Ágústsson, MBA, mun fjalla um viðskiptalegu þætti einkaþjálfarastarfsins frá ýmsum hliðum, s.s. markaðssetningu á netinu, þjónustu við viðskiptavininn og m.fl. Fyrirlesturinn fer fram í aðalbyggingu Keilis og er aðgangur ókeypis.

Þátttakendur vinsamlegast skrái sig með tölvupósti á: arnarhaf@keilir.net