Fyrirlestur um þjálfun íþróttafólks

Íþróttaakademía Keilis býður upp á ókeypis fyrirlestur um styrktar- og ástandsþjálfun afreksfólks í íþróttum, á Akureyri föstudaginn 24. maí næstkomandi kl. 17.00.

Fyrirlesturinn verður haldinn í húsakynnum SÍMEY á Akureyri (Þórsstíg 4), föstudaginn 24. maí kl. 17.00. Einnig verður hægt að fræðast um nýtt nám Íþróttaakademíu Keilis í styrktarþjálfun sem er ætlað metnaðarfullum þjálfurum sem vilja sérhæfa sig í að styrktar- og ástandsþjálfa íþróttamenn á afreksstigi. Allir velkomnir.

Nánari upplýsingar á www.iak.is