Fyrirlestur um viðskiptalega þætti einkaþjálfarans

Fyrirlestur um viðskiptalega þætti einkaþjálfarans
Fyrirlestur um viðskiptalega þætti einkaþjálfarans

Því miður forfallast Robert Linkul. Í hans stað mun Þórsteinn Ágústsson, framkvæmdarstjóri og MBA fjalla um viðskiptalegu þætti einkaþjálfarastarfsins frá ýmsum hliðum, s.s. markaðssetningu á netinu, þjónustu við viðskiptavininn og m.fl.

Fyrirlesturinn verður á Akureyri föstudaginn 9. maí næstkomandi og verður kynning á námsbraut ÍAK einkaþjálfaranáminu í kjölfarið.

Fyrirlesturinn fer fram í Heilsuþjálfun, Tryggvabraut 22 (3. hæð), föstudaginn 9. maí kl 15:00 – 18:00 og er ekkert þátttökugjald. Í kjölfarið fer fram kynning á ÍAK einkaþjálfaranáminu á sama stað kl 18:15 – 19:00.

Skráning á fyrirlesturinn fer í gegn um tölvupóst á: arnarhaf@keilir.net

Við vonumst eftir því að Robert Linkul komist síðar á árinu og munum við auglýsa viðburðinn sérstaklega.