Erlendur Jóhann Guðmundsson

Erlendur Jóhann Guðmundsson
Erlendur Jóhann Guðmundsson

Það var mikið gæfuskref fyrir mig að sækja um í ÍAK einkaþjálfaranámið. Ég hafði lengi fylgst með þessu námi þróast, kynnst þjálfurum sem höfðu klárað ÍAK og heillaðist af þeirri þekkingu og kunnáttu sem þeir bjuggu yfir.

Ég ákvað frá fyrsta degi að leggja allt sem ég þóttist vita um þjálfun til hliðar og taka námsefninu með opnum hug. Við tók ótrúlega spennandi og skemmtilegur tími þar sem frábærir kennarar Íþróttaakademíunnar leiddu okkur í gegnum hvert fagið á fætur öðru og nýjar víddir tengdar þjálfun og þjálffræði opnuðust.  Ég er handviss um að ÍAK einkaþjálfaranámið er það besta og ítarlegasta sem í boði er á Íslandi og jafnvel þó víðar væri leitað. 

Ég hef verið svo heppinn að fá að þjálfa mjög fjölbreyttan hóp skjólstæðinga með ólíkar kröfur og þarfir. Þar hefur námið nýst mér vel og hvort sem verkefnin snúa að næringu, þjálfun, meiðslaforvörnum, markmiðasetningu eða einhverjum af ótalmörgum hliðum þessa starfs, hef ég nánast undantekningarlaust fundið lausn á málum minna skjólstæðinga og á ÍAK stóran þátt í því. 

Erlendur Jóhann Guðmundsson, ÍAK einkaþjálfari og stöðvarstjóri Reebok Fitness í Urðarhvarfi.