Boðskort: Shape up your life

dr. Chris Mohr, næringarfræðingur Phd
dr. Chris Mohr, næringarfræðingur Phd
Opinn fyrirlestur um næringu n.k. miðvikudag kl: 20.00 með dr. Chris Mohr næringarfræðingi og einum aðalfyrirlesara Þjálfarabúða Keilis.

Opinn fyrirlestur um næringu n.k. miðvikudag kl: 20.00 með dr. Chris Mohr næringarfræðingi og einum aðalfyrirlesara Þjálfarabúða Keilis.

Í tilefni af Þjálfarabúðum Heilsuskóla Keilis bjóða Keilir og Þróunarfélagið á Keflavíkurflugvelli (Kadeco), uppá opinn fyrirlestur fyrir alla sem láta sér annt um heilsu sína og fjölskyldu sinnar.

Sú sorglega staðreynd blasir við okkur að Ísland er fjórða feitasta þjóðin í Evrópu og spilar mataræðið þar einn stærsta þáttinn. Dr. Chris Mohr, heimsþekktur næringarfræðingur Phd og einn aðal fyrirlesari Þjálfarabúðanna verður með opinn fyrirlestur um næringu í Andrews leikhúsinu á Ásbrú miðvikudagskvöldið 21. september klukkan 20.00. Fyrirlesturinn heitir Shape up your life og verður hann á ensku.

Dr. Mohr er sérfræðingur í að útskýra flókna næringarfræði á einföldu mannamáli og hann hefur það að aðalatvinnu að fræða almenning og fagfólk um næringu. Þetta kvöld mun dr. Mohr einblína á mataræði okkar venjulega fólksins og m.a. svara þessum spurningum:
Hvaða 3 fæðutegurndir eigum við að forðast eins og heitan eldinn?
Hvaða 5 fæðutegundir eigum við að borða daglega?
Hvaða einstaka atriði getum við gert til að bæta heilsu fjölskyldunnar?

Aðgangur er ókeypis og skráning fer fram á Facebook viðburði á www.facebook.com/keilir.

Nánar um Þjálfarabúðir Keilis 

Nánar um dr. Chris Mohr