Baldur Þór Ragnarsson

Baldur Þór Ragnarsson
Baldur Þór Ragnarsson

Ég fór í ÍAK einkaþjálfaranámið veturinn 2012-2013 og fann strax að þetta var það sem mig langaði til að gera. Námið er mjög gott og klárlega það besta hér á landi sem undirbúningur fyrir einkaþjálfara. Þetta var eiginlega betra og ítarlegra en ég bjóst við og hefur þetta gefið mér frábæran grunn fyrir framtíð mína sem þjálfara.

Strax að námi loknu hóf ég að starfa sem einkaþjálfari í Ræktinni í Þorlákshöfn í 100 % starfi. Ég fór strax að vinna mikið með íþróttamönnum og ákvað ég að fara í ÍAK Styrktarþjálfarann. Þar fékk ég fleiri verkfæri í skúffuna sem hjálpa mér mikið í starfi mínu sem styrktarþjálfari hjá mfl Þór Þorlákshafnar í körfubolta samhliða einkaþjálfuninni. Ég nýti mér námið á hverjum einasta degi í mínu starfi og eru hreyfigreiningarnar mjög mikilvægar til að byggja upp einstaklingsmiðað prógram.

Baldur Þór Ragnarsson, ÍAK einka- og styrktarþjálfari.