Ævintýraleiðsögumenn mennta sig í Stykkishólmi

Nýleg grein í Skessuhorni um sjókajakáfanga leiðsögunáms í ævintýraferðamennsku Keilis og TRU.

Íbúar Stykkishólms tóku eftir því að stór floti af marglitum kajökum notaði hafnarsvæðið þar sem bækistöð í síðustu viku. Fjöldi fólks fór róandi í haustblíðunni á milli skerja, hólma og eyja. Hér voru á ferðinni námsmenn sem eiga í fyllingu tímans að verða ný tegund leiðsögumanna um íslenska náttúru. Þetta fólk verður sérþjálfað í að fylgja ferðamönnum í ævintýraferðir um Ísland þar sem áhersla er lögð á að komast í beina snertingu við náttúruna.

„Við erum nýbúin að setja á stofn nám í ævintýraferðmennsku hjá Keili. Þetta er átta mánaða nám og stiklar á helstu þáttum í afþreyingaleiðsögn fyrir ferðamenn hér á Íslandi. Þetta eru kajaksiglingar, gönguferðir, fjallamennska, jöklaferðir og flúðasiglingar. Það er einblínt á að mennta leiðsögumenn fyrir ferðamenn sem koma hingað í svokallaðar afþreyingaferðir. Með því er þá átt við fólk sem kemur hingað til að upplifa Ísland og íslenska náttúru með því að stunda útivist af ýmsu tagi,“ segir Ragnar Þór Þrastarson verkefnastjóri hjá Íþróttaakademíu Keilis í Reykjanesbæ.

Hægt er að lesa alla greinina í Skessuhorni hérna.