Um Íþróttaakademíuna

Íþróttaakademía Keilis (ÍAK) er einn fjögurra skóla Keilis, miðstöðvar vísinda, fræða og atvinnulífs. Í skólanum er boðið upp á fjölbreytt nám á sviði heilsu og íþrótta.

Vinsælasta nám Íþróttaakademíunnar er ÍAK einkaþjálfun. Námið hefur verið kennt árlega frá 2006. Meðalaldur ÍAK einkaþjálfaranema eru um 32 ár og fjórðungur þeirra sem nú eru í námi hafa lokið að minnsta kosti einu háskólaprófi. ÍAK styrktarþjálfari er námsbraut sem leggur áherslu á að mennta þjálfara til að starfa með íþróttafólki og íþróttaþjálfurum við að efla líkamsstyrk og snerpu.

Íþróttaakademía Keilis býður upp á þrjár námslínur:

ÍAK einkaþjálfaranámið er tveggja anna langt nám. Námið er viðurkennt af Menntamálaráðuneytinu og veitir 60 feiningar (framhaldsskólaeiningar). Námið er lánshæft hjá LÍN. Markmiðið með náminu er að skapa framúrskarandi einkaþjálfara sem hafa yfirgripsmikla þekkingu á heilbrigði einstaklingsins og hæfni til að búa til einstaklingsmiðaðar þjálfunaráætlanir á sviði styrktar- og þolþjálfunar. 

ÍAK Styrktarþjálfaranámið er einstakt námskeið á heimsmælikvarða fyrir fagfólk í grunnþjálfun íþróttafólks. Námskeiðið er hagnýtt og byggir á aðferðafræði bandarískra styrktarþjálfara og þá er helst horft til NSCA - CSCS þjálfaraskírteinisins (National Strength and Conditioning Association - Certified Strength and Conditioning Specialist) sem fyrimynd að uppbyggingu námsbrautarinnar.

Leiðsögunám í Ævintýraferðamennsku (Adventure Sports Certification) er átta mánaða (tveggja anna) nám á háskólastig og gefur 60 ECTS einingar. Námið er kennt á Íslandi í samstarfi Keilis og Thompson Rivers University í Kanada.

Fótaaðgerðarfræði sem er löggilt starfsgrein og teljast fótaaðgerðafræðingar til heilbrigðisstétta. Nám í fótaaðgerðafræði er samtals 199 einingar og skiptist í 48 eininga nám í almennum kjarna, 61 eininga nám í heilbrigðisgreinum sem er sameiginlegt öðrum heilbrigðisstéttum, og 90 eininga nám í bóklegum og verklegum sérgreinum fótaaðgerðafræðinnar. Sérnámið er skipulagt sem þriggja anna nám.

Keilir kappkostar við að bjóða uppá fjölbreytt stök námskeið fyrir þá sem veita ráðleggingar á sviði þjálfunar og næringar. Námskeiðin eru ýmist kennd af kennurum við ÍAK eða öðrum erlendum sem og íslenskum sérfræðingum.

Arnar Hafsteinsson
Forstöðumaður Íþróttaakademíu Keilis