Umsagnir nemenda

Ég fór í ÍAK einkaþjálfaranámið veturinn 2012-2013 og fann strax að þetta var það sem mig langaði til að gera. Námið er mjög gott og klárlega það besta hér á landi sem undirbúningur fyrir einkaþjálfara. Þetta var eiginlega betra og ítarlegra en ég bjóst við og hefur þetta gefið mér frábæran grunn fyrir framtíð mína sem þjálfara.

Strax að námi loknu hóf ég að starfa sem einkaþjálfari í Ræktinni í Þorlákshöfn í 100 % starfi. Ég fór strax að vinna mikið með íþróttamönnum og ákvað ég að fara í ÍAK Styrktarþjálfarann. Þar fékk ég fleiri verkfæri í skúffuna sem hjálpa mér mikið í starfi mínu sem styrktarþjálfari hjá mfl Þór Þorlákshafnar í körfubolta samhliða einkaþjálfuninni. Ég nýti mér námið á hverjum einasta degi í mínu starfi og eru hreyfigreiningarnar mjög mikilvægar til að byggja upp einstaklingsmiðað prógram.

Baldur Þór Ragnarsson, ÍAK Einkaþjálfari og ÍAK Styrktarþjálfari


ÍAK einkaþjálfaranámið heillaði mig strax þar sem yfirgripsmeira nám á þessu sviði er erfitt að finna. Námið gjörbreytti hugsanagangi mínum gagnvart þjálfun og stóðst allar mínar væntingar.

Ég var hungruð í að vita meira og hikaði því ekki við að skrá mig í ÍAK styrktarþjálfaranámið um leið og tækifæri gafst. Í dag er ég í fullu starfi sem einka- og styrktarþjálfari og ber þann titil með stolti. Ég er fullfær um að búa til einstaklingsmiðaðar þjálfunaráætlanir sem miða að því að hámarka árangur og lágmarka meiðsli, einnig vinn ég full sjálfstrausts við að skapa og þjálfa íþróttafólk á afreksstigi.

Ef þú hefur metnað og vilja til þess að ná langt er ÍAK, hvort sem það er einka- eða styrktarþjálfaranámið, akkúrat fyrir þig!

Rúna Björg Sigurðardóttir, ÍAK einka- og styrktarþjálfari


Í starfi mínu sem þjálfari meistaraflokks skíðaliðs Reykjavíkur hefur ÍAK einkaþjálfaranámið nýst mér mjög vel. Það hefur gert mér kleift að ná meiri árangri í styrktarþjálfun íþróttamanna og ekki síður þegar kemur að skíðaþjálfuninni sjálfri þegar komið er í fjallið.

Með náminu hef ég öðlast betri skilning á hvað gerist í líkamanum við þjálfun skíðmannsins. Námið er í senn skemmtilegt, krefjandi, fjölbreytt og faglegt. Eftir námið er ég miklu hæfari og betri þjálfari.

Egill Ingi Jónsson, ÍAK einkaþjálfari og þjálfari skíðaliðs Reykjavíkur


Það var mikið gæfuskref fyrir mig að sækja um í ÍAK einkaþjálfaranámið. Ég hafði lengi fylgst með þessu námi þróast, kynnst þjálfurum sem höfðu klárað ÍAK og heillaðist af þeirri þekkingu og kunnáttu sem þeir bjuggu yfir.

Ég ákvað frá fyrsta degi að leggja allt sem ég þóttist vita um þjálfun til hliðar og taka námsefninu með opnum hug. Við tók ótrúlega spennandi og skemmtilegur tími þar sem frábærir kennarar Íþróttaakademíunnar leiddu okkur í gegnum hvert fagið á fætur öðru og nýjar víddir tengdar þjálfun og þjálffræði opnuðust.  Ég er handviss um að ÍAK einkaþjálfaranámið er það besta og ítarlegasta sem í boði er á Íslandi og jafnvel þó víðar væri leitað. 

Ég hef verið svo heppinn að fá að þjálfa mjög fjölbreyttan hóp skjólstæðinga með ólíkar kröfur og þarfir. Þar hefur námið nýst mér vel og hvort sem verkefnin snúa að næringu, þjálfun, meiðslaforvörnum, markmiðasetningu eða einhverjum af ótalmörgum hliðum þessa starfs, hef ég nánast undantekningarlaust fundið lausn á málum minna skjólstæðinga og á ÍAK stóran þátt í því. 

Erlendur Jóhann Guðmundsson, ÍAK einkaþjálfari og stöðvarstjóri Reebok Fitness í Urðarhvarfi